UM FUSS

FUSS er óhagnaðardrifið félag sem var stofnað þann 28. febrúar 2020. Félagið er fyrir allt ungt veiðifólk, hvort sem það er í stang- eða skotveiði. 

IMG_6409_edited.jpg

Tilgangur

Tilgangur FUSS er að efla nýliðun þar sem brýn nauðsyn er á. Félagið heldur námskeið, veiðiferðir og aðra viðburði sem félagsmenn geta sótt. Það eru allir velkomnir í FUSS sem hafa áhuga á skot- eða stangveiði. Félagið er vettvangur fyrir unga veiðimenn þar sem tækifæri gefst á fræðast frekar um íþróttirnar, sækja skemmtilega viðburði og kynnast framtíðar veiðifélögum.