top of page

Blanda 1 með Glendu Powell (Kastkennsla)

Laxveiði - 2 dagar - 4 stangir

  • Starts Jun 12
  • 115.000 íslenskar krónur
  • Blanda - Blönduós

Available spots


Nánar

Verð: 115.000kr. á mann, innifalið hálf stöng í 2 daga ásamt gistingu. Hálfur-heill-hálfur frá 12-14. júní. Pláss fyrir 8 manns. Hér er um að ræða frábært tækifæri til þess að slá tvær flugur í einu höggi; fá kastkennslu frá einum færasta kastkennara heims, Glendu Powell, og veiða nýgengna stórlaxa. Glenda hefur kennt veiðimönnum í um 30 ár og hefur hún einnig unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti í fluguköstum. Það finnast vart betri kastkennarar í heiminum og er þetta því kjörið tækifæri til að veiða eina af skemmtilegri tvíhenduám landsins undir leiðsögn hennar. Það er ævintýri að veiða í hinni 37 kílómetra löngu Blöndu þar sem stangveiðimenn kynnast straumhörðum flúðum, löngum breiðum og gljúfrum. Hylir Blöndu eru fullkomlega sniðnir að tvíhenduveiði og vegna hás hlutfalls tveggja ára laxa mælum við eindregið með því. Laxarnir í Blöndu hafa skapað sér orðstír sem kröftugustu laxar landsins. Júní er frábær tími í ánni, en þá eru fyrstu stóru göngur stórlaxa að skila sér á svæðið. Greiðslutilhögun: *Fyrsti gjalddagi miðast við fyrsta dag næsta mánaðar eftir að bókað er. Gjalddagi 1: 57.500 kr Gjalddagi 2: 57.500 kr Reikningar verða sendir í heimabanka. Nánar um svæðið: https://starirflyfishing.com/blanda-river/


Upcoming Sessions


bottom of page