top of page

Eyjafjarðará - haustveiði (30-31.ágúst)

Silungsveiði - 2 dagar - 8 stangir - Sjálfsmennska

Starts Aug 29
49.900 íslenskar krónur
Eyjafjarðará

Nánar

Silungsveiðin í Eyjafjarðará getur verið hreint út sagt ótrúleg. Stærstu sjóbirtingarnir sem veiðast þar á ári hverju eru oft um og yfir 90cm og sjóbleikjurnar geta náð vel yfir 70cm. Veitt verður á svæðum 1-2-3 og 5. Neðstu þrjú svæðin geyma bæði sjóbirting og bleikju, en er þó fyrri tegundin þar í töluvert meira magni. Svæði 5 er síðan eitt besta sjóbleikjuveiðisvæði Íslands og veiðast þar árlega stærstu bleikjur landsins. Mætt er á Öngulstaði í Eyjafirði seinnipart föstudags 29. ágúst, en þar verður gist á Lamb-inn Guesthouse. Veiðin verður síðan allan laugardag og sunnudag. Morgunmatur er innifalinn þessar tvær nætur og sérstakt FUSS-tilboð verður á kvöldmatarréttum hússins. Frábær staðsetning, heitur pottur og pláss fyrir 16 manns. Um er að ræða fullkomna ferð til þess að læra á leyndardóma Eyjafjarðarár og kynnast flestum svæðum með aðstoð reyndra manna. Ekki láta þetta dúndurtilboð fara fram hjá þér! Allra helstu upplýsingar: Verð: 49.900 kr. á mann (fyrir ½ stöng í 2 daga, gistingu og morgunmat) Mætt seinnipart/kvöldið 29. ágúst, veitt heilan-heilan yfir helgina 30-31. ágúst. Veitt á svæðum 1-2-3 og 5 Gist á Öngulstöðum lamb-inn guetshouse. Greiðslutilhögun: *Fyrsti gjalddagi miðast við fyrsta dag næsta mánaðar eftir að bókað er. Gjalddagi 1: 24.950 kr. Gjalddagi 2: 24.950 kr. Reikningar verða sendir í heimabanka.


Upcoming Sessions


bottom of page