top of page
This service is fully booked.

Fnjóská 1-3. ágúst - BIÐLISTI

Laxveiði - 2 dagar - 8 stangir - Sjálfsmennska

Ended
73.000 íslenskar krónur
Fnjóská

Nánar

Verð: 73.000 kr. á mann, innifalið hálf stöng í 2 daga ásamt gistingu. Hálfur-heill-hálfur. Pláss fyrir 16 manns. Fnjóská er um 117 km að lengd og er ein vatnsmesta bergvatnsá landsins. Lax og sjóbleikja eru uppistaðan í veiðinni, en einnig veiðast í ánni urriði og staðbundin bleikja. Veiðistaðir í Fnjóská eru flestir stórir og víðáttumiklir með jafnt rennsli en jafnframt mikinn straum, sem gerir ána að einni af skemmtilegustu fluguveiðiám landsins. Ánni er skipt í fjögur svæði sem öll hafa sinn sjarma, í tveggja daga holli nær maður því að veiða alla ánna. Um er að ræða þriðju FUSS ferðina í Fnjóská, en þetta hefur í gegnum tíðina verið aðalveiðiferð félagsins og veiðin jafnan mjög góð. Byrjun ágúst er af mörgum talinn vera besti tíminn í Fnjóská og geta veiðimenn átt von á fiski á öllum svæðum. Veiðihús eru staðsett við Flúðasel, þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir með mat, rúmföt, handklæði og þess háttar. Veiðihúsin eru eingöngu fyrir veiðimenn á svæðum 1 – 4 og heimilt er að nýta tvö svefnpláss fyrir hverja stöng. ATH: í veiðiferð FUSS er eingöngu leyfilegt að veiða á flugu. Greiðslutilhögun: *Fyrsti gjalddagi miðast við fyrsta dag næsta mánaðar eftir að bókað er. Gjalddagi 1: 36.500kr Gjalddagi 2: 36.500kr Reikningar verða sendir í heimabanka. Nánar um svæðið: https://www.fnjoska.is/


bottom of page