top of page

Gelluferð - Langá 7-9.sept

Laxveiði - 2 dagar - 5 stangir - Full þjónusta

Starts Sep 7
110.000 íslenskar krónur
Langá á Mýrum

Nánar

Verð: 110.000kr. á haus. Innifalið er hálf stöng í 2 daga ásamt gistingu og mat. Hálfur-heill-hálfur frá 7-9. september Pláss fyrir 10 konur og kvár (5 stangir). Langá á Mýrum er ein af gjöfulustu og fallegustu laxveiðiám landsins. Hún býður upp á fjölbreytta veiðistaði með góðu aðgengi en alls eru 93 veiðistaðir skráðir. Langáin á upptök sín í Langavatni sem er um 36 km frá ós árinnar en áin fellur í sjó vestan við Borgarnes. Stangaveiði á sér langa sögu í Langá, lengri en almennt þekkist í sögu laxveiðiáa á Íslandi. Sagan er tengd Ensku húsunum á Langárfossi en þau eru talin elstu veiðihús landsins þó þau sinni því hlutverki ekki í dag. Það væsir ekki um veiðikonur og kvár í veiðihúsinu í Langárbyrgi en þar er þjónustan eins og best verður á kosið. Húsið, sem stendur á bökkum hinna rómuðu Hvítstaðahylja, er með tólf tveggja manna herbergjum sem hvert um sig er með sér baðherbergi. Í gufubaðinu er kjörið að fara yfir helstu afrek dagsins á bakkanum og í setustofunni geta veiðikonur og kvár horft dreymnir á svip yfir Hvítstaðahyljina og lagt upp veiði næsta dags. Aðstaða fyrir vöðlur, skó og tilheyrandi er til fyrirmyndar. Greiðslutilhögun: *Fyrsti gjalddagi miðast við fyrsta dag næsta mánaðar eftir að bókað er. Gjalddagi 1: 37.000 kr Gjalddagi 2: 37.000 kr Gjalddagi 3: 36.000 kr Reikningar verða sendir í heimabanka. Nánar um svæðið: https://svfr.is/svaedi/lang/


Upcoming Sessions


bottom of page