top of page
This service is fully booked.

Norðurá II 14-16.ágúst (PARA) - BIÐLISTI

Laxveiði - 2 dagar - 3 stangir - Sjálfsmennska

  • Starts Aug 14
  • 62.500 íslenskar krónur
  • Norðurá II

Nánar

Verð: 62.500kr. á mann, eða 125.000kr á parið. Innifalið er hálf stöng á mann (ein stöng á hvert par) í 2 daga ásamt gistingu og þrifum. Hálfur-heill-hálfur frá 14-16. ágúst. Pláss fyrir 6 manns (3 pör). Efsti hluti Norðurár, Fjallið, hefur allt til að bera fyrir veiðimenn sem þyrstir í ævintýri í fallegri en um leið ögrandi náttúru. Bæði er hægt að rölta um grónar grundir niðri á flatlendinu og reyna á sig fram til heiða í því dæmigerða landslagi er þar gefur, klungur og klettum. Áin er heillandi þar sem hún streymir fram ýmist lygn eða stríð, og skiptast á strengir og breiður, fossar og flúðir. Veiðivonin er rík, ekki síst er líða fer á sumarið. Veiðimenn sem stunda veiðar í Norðurá II hafa þarna mjög fína aðstöðu. Gert er ráð fyrir því að veiðimenn sjái um sig sjálfir og komi með eigin mat. Við komu er húsið hreint, uppbúin rúm og hrein handklæði. Veiðimenn þurfa ekki að þrífa húsið við brottför. Í húsinu er eldhús með borðstofu og setustofa ásamt borðbúnaði og eldunaráhöldum. Baðherbergi er með sturtu. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, 2 tveggja manna og 2 einstaklingsherbergi. Gasgrill, bekkir og borð eru á ágætis útipalli. Lítil vöðlugeymsla stendur andspænis veiðihúsinu. Greiðslutilhögun: *Fyrsti gjalddagi miðast við fyrsta dag næsta mánaðar eftir að bókað er. Gjalddagi 1: 31.250 kr (62.500 kr á par) Gjalddagi 2: 31.250 kr (62.500 kr á par) Reikningar verða sendir í heimabanka. Nánar um svæðið: https://www.nordura.is/is/um_nordura/nordura_ii/


Upcoming Sessions


bottom of page