Svartá í Húnaþingi 13-15. júlí
Laxveiði - 2 dagar - 4 stangir - Sjálfsmennska
Nánar
Verð: 82.500kr. á mann, innifalið hálf stöng í 2 daga ásamt gistingu. Hálfur-heill-hálfur frá 13-15. júlí. Pláss fyrir 8 manns. Svartá í Húnaþingi er líklega ein skemmtilegasta fluguveiðiá landsins en svæðið er afskaplega fjölbreytt. Svartá er þekkt fyrir stóra laxa, en þar leynast einnig mjög vænir silungar. FUSS hefur verið með ferðir í Svartá undanfarin ár og veiðin hefur oft á tíðum verið hreint út sagt frábær. Miður júlí er afskaplega spennandi tími í ánni, en þá eru fyrstu alvöru göngurnar að koma og meginhluti aflans flottur stórlax. Greiðslutilhögun: *Fyrsti gjalddagi miðast við fyrsta dag næsta mánaðar eftir að bókað er. Gjalddagi 1: 41.250 kr Gjalddagi 2: 41.250 kr Reikningar verða sendir í heimabanka. Nánar um svæðið: https://www.starir.is/self-catering-rivers/svarta/