top of page

UM FUSS

FUSS er óhagnaðardrifið félag sem var stofnað þann 28. febrúar 2020. Félagið er fyrir allt ungt veiðifólk, hvort sem það er í stang- eða skotveiði. 

IMG_6409_edited.jpg

Tilgangur

Tilgangur FUSS er að efla nýliðun þar sem brýn nauðsyn er á. Félagið heldur námskeið, veiðiferðir og aðra viðburði sem félagsmenn geta sótt. Það eru allir velkomnir í FUSS sem hafa áhuga á skot- eða stangveiði. Félagið er vettvangur fyrir unga veiðimenn þar sem tækifæri gefst á fræðast frekar um íþróttirnar, sækja skemmtilega viðburði og kynnast framtíðar veiðifélögum.

SIÐAREGLUR OG AFBÓKUNARSKILMÁLAR

Siðareglum þessum er ætlað að gefa góða mynd af því til hvers er ætlast af félagsmönnum varðandi umhverfismál og félagslega þætti:

 

Í ferðum/viðburðum er óheimilt að:

  • Beita ofbeldi í allri birtingarmynd (líkamlegt, andlegt, kynferðislegt)

  • Eiturlyfjanotkun er stranglega bönnuð í ferðum og á viðburðum á vegum félagsins.

  • Brot á veiðireglum

  • Bera óvirðingu gagnvart umhverfinu; félagsmenn skulu ávallt bera virðingu fyrir umhverfinu og ganga vel um það.

 

Verði félagsmaður uppvís að broti á siðarreglum í ferð eða á viðburði á vegum félagsins verður honum vísað samstundis úr ferð/viðburði. Einnig verður málið tekið upp á fundi stjórnar og gæti endað með brottrekstri félagsmanns úr félaginu.

 

Afbókunarskilmálar:

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd en þurfi félagsmaður að afbóka sig mun FUSS aðstoða við endursölu en ber ekki ábyrgð á því að leyfið seljist öðrum.

bottom of page