Um stjórnarmeðlimi FUSS
Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson
Formaður
Formaðurinn sjálfur, Elli Pési. Hann hefur verið að veiða frá blautu barnsbeini eða frá 3. ára aldri. Framtakssamur að öllu sem tengist hagsmunum náttúrunnar og veiðimennsku á Íslandi.
PB 99cm. Leyniflugan: Green machine
Markús Darri Maack
Vara formaður
Varaformaðurinn okkar, betur þekktur sem Maackattack. Ef hann er ekki að smíða hús að þá líður þessum laxahvíslara best í Blöndu IV með Sage í takinu.
PB 90cm. Leyniflugan: Colburn special - græn tvíkrækja
Adda Guðrún
Meðstjórnandi
Adda G er meistarinn okkar, bókstaflega. Hún er með meistaragráðu úr Oxford í félagsfræðum. Fyrsti fiskurinn hennar kom á land rúmlega 4 ára gömul. Uppáhalds fiskitegundin hennar er Gedda (e. Pike) eins og má sjá á myndinni!
Pb 5kg sjóbbi. Leyniflugan: Europa 12
Andri Freyr Björnsson
Meðstjórnandi
MC Andri góðan daginn. Yngsti stjórnarmeðlimur en ekki síður með þeim öflugri. Miklar líkur á því að hann hafi veitt alla fiskanna í Vatnsdalsánni allavega einu sinni.
PB 98cm. Leyniflugan: Evening Hex
Atli Dagur Ólafsson
Meðstjórnandi
Næst á lista er Ace of Days. Nýbakaður faðir sem á eflaust eftir að halda veiðidellunni áfram í ættlegginn sinn. Til gamans má geta að hann lærði fluguveiði hjá einhentum afa sínum á silungssvæði Hofsár, sem hann sér einmitt um núna.
PB 79cm. Leyniflugan - Langskeggur
Ásgeir Atli Ásgeirsson
Meðstjórnandi
Geiri okkar að norðan. Honum líður best á Norðurlandi og þá helst í Svalbarðsánni. Segist vera litblindur en það hefur ekki stoppað hann hingað til að sjá alla fiskanna sem hann mokar upp.
PB 92cm. Leyniflugan Green brahan
Birkir Örn Erlendsson
Meðstjórnandi
Billi er okkar helsti alhliða veiðimaður í skot og stangveiði. Grisjar minka, gengur til rjúpna og eltist við fiska allt liðlangt sumarið. Eins og Bruce Springsteen sagði “Born in the U.S.A” en hann kemur til okkar alla leið frá Bandaríkjunum.
PB 82cm. Leyniflugan: Krafla hexagon
Bjarki Þór Hilmarsson
Meðstjórnandi
BÞ special, crossfit meistarinn okkar og fjármálagreinir félagsins. Ef hann er ekki að sinna fasteignafjármálum að þá finnurðu hann líklegast í Sandá í Þistilfirði að “elta þann stóra” eins og hann orðar það.
PB 90cm. Leyniflugan: Green butt - micro hitch
Daníel Friðgeir Viðfjörð Sveinsson
Meðstjórnandi
Danni “Ramsey” Viðfjörð. Matreiðslumeistarinn í hópnum, menntaður til 12 ára en búinn að vera í kringum pönnuna í eldhúsinu í 17 ár. Hann veiðir ekki bara fiskanna, hann gerir hnossgæti úr þeim.
PB 80cm. Leyniflugan: Blue Magic
Eyþór Logi Þorsteinsson
Meðstjórnandi
Jötuninn í hópnum, að ósögðu tekur 150kg í bekk. Nældi sér í maríulaxinn tæpum tveimur tímum fyrir tvítugs afmælið sitt.
PB 84cm. Leyniflugan: Von - tvíkrækja
Guðlaugur Þór Ingvason
Meðstjórnandi
Gulli er skemmtikrafturinn í hópnum. Fékk sinni fyrsta fisk korn-ungur í vötnum á Fjallabaki og þaðan var ekki aftur snúið. Sturluð staðreynd um þennan; hann hefur aldrei séð Star-Wars?!
PB 84cm. Leyniflugan Super Tinsel Sandsíli
Jóhann Helgi Stefánsson
Meðstjórnandi
Big Joe er vitringurinn í hópnum. Meistarapróf í Umhverfis- og auðlindafræði og því náttúran alltaf í fyrsta sæti hjá honum. Ólst upp á Höfn í Hornafirði þar sem áhuginn á veiðinni og náttúrunni hófst
PB 75cm. Leyniflugan: Black Ghost
Ragnheiður Gná Gústafsdóttir
Meðstjórnandi
Gnásan okkar besta. Fyrsti fiskurinn kom á land aðeins 9 ára gömul á Snoopy bensínstöðvar-veiðistöng. Hátækniverkfræðingur að mennt en stangveiðikona af ást og þrótti og þess má geta að hún sleppti BSc útskriftinni sinni til að landa sínum stærsta fisk hingað til.
PB 80cm. Leyniflugan: Diskó Friggi
Steindór Snær Ólason
Meðstjórnandi
Steindór aka Mitsu Hitchu er seinastur á lista. Hann veiddi sinni fyrst fisk 10 ára gamall en það var þorskur tekinn á skakrúllu, eflaust fæstir sem hafa veitt á svona veiðifæri á ævinni. Uppáhalds áin er Langá en hann hefur örugglega hitchað 94% af ánni.
PB 91cm. Leyniflugan Haugur - hitch