top of page

Víðidalsá 20-22.júní

Laxveiði - 2 dagar - 8 stangir - Full þjónusta

Starts Jun 20
100.000 íslenskar krónur
Víðidalsá í Húnavatnssýslu

Nánar

Verð: 100.000kr. á mann, innifalið hálf stöng í 2 daga ásamt gistingu og mat. Hálfur-heill-hálfur frá 20-22. júní. Pláss fyrir 16 manns (Fæðið verður í einfaldari kantinum) Víðidalsá er ein af fremstu laxveiðiám Íslands og hefur lengi verið þekkt fyrir öflugan laxastofn, fallegt umhverfi og skemmtilega veiði. Áin rennur um 25 km leið í gegnum gróskumikinn Víðidal áður en hún sameinast Hópinu. Hún hefur fjölbreytta veiðistaði, frá klassískum bakkahyljum til straumharðari strengja, sem gerir hana einstaklega áhugaverða fyrir bæði vana og óvana veiðimenn. Við Víðidalstungu fellur svo Fitjaáin í Víðidalsána. Eftir laxastigagerð er Fitjaáin einnig laxgeng inn allan Fitjárdal, nokkuð inn fyrir byggð. Vatnasvæðið er hvað helst frægt fyrir stóra laxa og á hverju ári veiðast þar fiskar um eða vel yfir 20 pund. Einnig geymir Víðidalsáin einn af sterkustu sjóbleikjustofnum landsins (Athugið að það er stórlaxasumar í ár) Greiðslutilhögun: *Fyrsti gjalddagi miðast við fyrsta dag næsta mánaðar eftir að bókað er. Gjalddagi 1: 50.000 kr Gjalddagi 2: 50.000 kr Reikningar verða sendir í heimabanka. Nánar um svæðið: https://starirflyfishing.com/is/vididalsa/


Upcoming Sessions


bottom of page